Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Katrín Oddsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun