Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Katrín Oddsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun