Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2020 17:54 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira