Ferðamennska framtíðarinnar Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:30 Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar