„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 07:06 Eldurinn kom upp í Vélsmiðjunni Hamar. Önnur fyrirtæki í húsinu sluppu að mestu. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37