Foreldraráð í Breiðholti óttast langvarandi áhrif verkfalls Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 15:56 Foreldraráð tólf leikskóla í Breiðholti undirrita yfirlýsinguna. Vísir/vilhelm Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30