Foreldraráð í Breiðholti óttast langvarandi áhrif verkfalls Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 15:56 Foreldraráð tólf leikskóla í Breiðholti undirrita yfirlýsinguna. Vísir/vilhelm Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30