Repúblikanar stungu af til að stöðva loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 11:22 Kate Brown ríkisstjóri fordæmdi repúblikana fyrir að sniðganga þingfund og koma þannig í veg fyrir að fundarfært væri. AP/Andrew Selsky Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25
Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent