Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2020 19:15 Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur. Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur.
Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45