Ósnertanlegur Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun