Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 21:42 Harpa Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Vísir Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30