Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 21:42 Harpa Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Vísir Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“