Síminn á ekki heima í svefnherberginu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 20:30 Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira