Brottvísun Maní frestað Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:22 Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi þann 17. febrúar. Vísir/Sigurjón Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51