Brottvísun Maní frestað Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:22 Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi þann 17. febrúar. Vísir/Sigurjón Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51