Að minnsta kosti fimmtíu meint kynferðisbrot Þorsteins fara fyrir dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:14 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir/egill Þorsteinn Halldórsson, dæmdur kynferðisbrotamaður, þarf að svara til saka í kynferðisbrotamáli héraðssaksóknara gegn honum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi frávísun í héraði á alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini þar sem hann er sakaður um fimmtíu kynferðisbrot gegn dreng sem var á aldrinum fjórtán til sautján ára. Landsréttur skikkar héraðsdóm til að taka málið fyrir. Þorsteinn var ákærður fyrir að hafa frá árinu 2015 fram til 21. september 2017 margítrekað eða að lágmarki í fimmtíu skipti haft kynferðismök við drenginn á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og nýtt sér yfirburði vegna aldurs-, þroska- og reynslumunar. Var hann sakaður um að hafa gefið drengnum peninga og fleiri vörur og beitt hann þrýstingi og yfirgangi til að hitta hann og fá vilja sínum fram. Þá hafi hann virt að vettugi svör drengsins um að geta eða vilja ekki hitta Þorstein. Mætti hann óvænt á staði þar sem drengurinn var staddur og krafði drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa þegar hann reyndi að slíta samskiptum við Þorstein, eins og segir í ákæru. Þorsteinn var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa tekið ljósmyndir af drengnum sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfengan hátt. Er honum gefið að sök að hafa sent myndir af honum til óþekktra aðila. Lögregla haldlagði símann og er hann á meðal sönnunargagna í málinu. Sögðu Þorstein ekki geta varist ákærunni Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Þorsteins, krafðist þess fyrir héraðsdómi að ákærunni yrði vísað frá dómi. Ástæðan væri sú að ómögulegt væri að verjast ákærunni þar sem ekkert væri tekið fram um nákvæmar tímasetningar, staði og nánar atvikalýsingar sem gerðu Þorsteini erfitt að verja sig fyrir dómi. Sömuleiðis væri erfitt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til málsins. Þessu var héraðsdómur samþykkur og vísaði fyrri ákæruliðnum frá í janúar. Kom fram í niðurstöðunni að framsetning sakargifta í ákæruliðnum samrýmdist ekki lögum um meðferð sakamála. Héraðssaksóknari kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem kvað upp dóm í dag. Telur Landsréttur sakargiftum lýst með nægilega greinargóðum hætti til þess að héraðsdómur geti tekið ákæruna til meðferðar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að ákæruliðnum sem sneri að myndatökunum og sendingu þeirra yrði vísað frá dómi. Þorsteinn afplánar nú fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn öðrum dreng. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, dæmdur kynferðisbrotamaður, þarf að svara til saka í kynferðisbrotamáli héraðssaksóknara gegn honum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi frávísun í héraði á alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini þar sem hann er sakaður um fimmtíu kynferðisbrot gegn dreng sem var á aldrinum fjórtán til sautján ára. Landsréttur skikkar héraðsdóm til að taka málið fyrir. Þorsteinn var ákærður fyrir að hafa frá árinu 2015 fram til 21. september 2017 margítrekað eða að lágmarki í fimmtíu skipti haft kynferðismök við drenginn á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og nýtt sér yfirburði vegna aldurs-, þroska- og reynslumunar. Var hann sakaður um að hafa gefið drengnum peninga og fleiri vörur og beitt hann þrýstingi og yfirgangi til að hitta hann og fá vilja sínum fram. Þá hafi hann virt að vettugi svör drengsins um að geta eða vilja ekki hitta Þorstein. Mætti hann óvænt á staði þar sem drengurinn var staddur og krafði drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa þegar hann reyndi að slíta samskiptum við Þorstein, eins og segir í ákæru. Þorsteinn var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa tekið ljósmyndir af drengnum sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfengan hátt. Er honum gefið að sök að hafa sent myndir af honum til óþekktra aðila. Lögregla haldlagði símann og er hann á meðal sönnunargagna í málinu. Sögðu Þorstein ekki geta varist ákærunni Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Þorsteins, krafðist þess fyrir héraðsdómi að ákærunni yrði vísað frá dómi. Ástæðan væri sú að ómögulegt væri að verjast ákærunni þar sem ekkert væri tekið fram um nákvæmar tímasetningar, staði og nánar atvikalýsingar sem gerðu Þorsteini erfitt að verja sig fyrir dómi. Sömuleiðis væri erfitt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til málsins. Þessu var héraðsdómur samþykkur og vísaði fyrri ákæruliðnum frá í janúar. Kom fram í niðurstöðunni að framsetning sakargifta í ákæruliðnum samrýmdist ekki lögum um meðferð sakamála. Héraðssaksóknari kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem kvað upp dóm í dag. Telur Landsréttur sakargiftum lýst með nægilega greinargóðum hætti til þess að héraðsdómur geti tekið ákæruna til meðferðar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að ákæruliðnum sem sneri að myndatökunum og sendingu þeirra yrði vísað frá dómi. Þorsteinn afplánar nú fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn öðrum dreng.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37
Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30
Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42