Kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem kom út árið 2018 vann fern Óskarsverðlaun og sló hún rækilega í gegn.
Kvikmyndin fjallar um sveitina Queen og söngvarann einstaka Freddie Mercury. Það var leikarinn Rami Malek sem fór með hlutverk Mercury og vann meðal annars Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki.
Mikið er sungið í kvikmyndinni og einn af mönnunum sem söng fyrir Malek í myndinni heitur Marc Martel. Martel kemur fram á heiðurstónleikum sveitarinnar í Laugardalshöllinni þann 8.apríl næstkomandi.
Vefsíðan Mashable fékk söngvarann til að taka lagið í New York á dögunum og má heyra röddina á bakvið Freddie Mercury hér að neðan.
This is the man behind the voice of Freddie Mercury in 'Bohemian Rhapsody' pic.twitter.com/NSAs4JAcUF
— Mashable (@mashable) February 13, 2020