„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 13:01 Ása Hlín var að gefa úr barnabók og vinnur að tveimur öðrum. Aðsend Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima. Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima.
Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira