„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 13:01 Ása Hlín var að gefa úr barnabók og vinnur að tveimur öðrum. Aðsend Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima. Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima.
Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira