„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 11:41 Von er á afkvæminu í vor og bíður Sigurður Ingi spenntur, enda hefur ætternið góða von. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Sigurður Ingi birti þann 11. júní mynd á Facebook af ástarfundinum sem vakti mikla athygli vina hans. Á myndinni mátti sjá Sigurð fylgjast með þegar Gleði frá Syðra-Langholti er leidd undir Hreyfil frá Vorsabæ II. „Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með gott yfirbragð, gang og geðslag. Nú er bara að vona það besta!“ skrifaði Sigurður við myndina. Sigurður Ingi endurbirti myndina seint í gær ásamt sónarmynd í Facebook-færslu. „Góðir facebook vinir - birti hér aftur mynd sem vakti nokkra athygli. Það ánægjulega er að þessi ástarfundur bar ríkulegan ávöxt eins og sjá má á sónarmyndinni, 19 daga fyl. Takk Hreyfill frá Vorsabæ,“ skrifaði hann við myndirnar. „Nú er bara að bíða næsta vors og sjá hvort við fáum hryssu eða hest. En spennandi verður það - þetta afkvæmi!“ Afkastamikill kynbótahestur sem gefur „afar þjál“ hross Hreyfill frá Vorsabæ II á skráð 380 afkvæmi í Worldfeng upprunaættbók íslenska hestsins og er með aðaleinkunnina 8,54 sem kynbótahestur. Á Facebook er Hreyfill með um 1.300 fylgjendur og er hann sagður gefa „afar þjál og samstarfsfús hross sem fara fallega í reið.“ Hreyfill hefur getið af sér fjölmörg verðlaunahross. „Hreyfill gefur hross í rúmu meðallagi að stærð, þau eru fremur fríð á höfuð með beina neflínu. Hálsinn er reistur og hvelfdur við háar herðar en mætti vera fínlegri, yfirlínan í baki og lend er fremur góð og lendin öflug. Afkvæmin eru sívalvaxin og hlutfallarétt, fótahæð er í meðallagi. Fætur eru traustir með öflugar sinar, hófar eru efnisgóðir og prúðleiki er ágætur,“ segir um afkvæmi Hreyfils í Worldfeng. „Hreyfill gefur klárhross með tölti; þau eru takthrein, mjúk, hágeng og ferðgóð á tölti, brokkið er skref- og hreyfingagott en mætti stundum vera meira fjaðrandi. Greiða stökkið er teygjugott og hátt og hæga stökkið er takthreint og jafnvægisgott. Fetið er mjúkt og takthreint og hefur ágæta skreflengd,“ segir einnig um þau. Hér að neðan má sjá myndband af Hreyfli: Hestar Tímamót Framsóknarflokkurinn Ástin og lífið Dýr Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Sigurður Ingi birti þann 11. júní mynd á Facebook af ástarfundinum sem vakti mikla athygli vina hans. Á myndinni mátti sjá Sigurð fylgjast með þegar Gleði frá Syðra-Langholti er leidd undir Hreyfil frá Vorsabæ II. „Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með gott yfirbragð, gang og geðslag. Nú er bara að vona það besta!“ skrifaði Sigurður við myndina. Sigurður Ingi endurbirti myndina seint í gær ásamt sónarmynd í Facebook-færslu. „Góðir facebook vinir - birti hér aftur mynd sem vakti nokkra athygli. Það ánægjulega er að þessi ástarfundur bar ríkulegan ávöxt eins og sjá má á sónarmyndinni, 19 daga fyl. Takk Hreyfill frá Vorsabæ,“ skrifaði hann við myndirnar. „Nú er bara að bíða næsta vors og sjá hvort við fáum hryssu eða hest. En spennandi verður það - þetta afkvæmi!“ Afkastamikill kynbótahestur sem gefur „afar þjál“ hross Hreyfill frá Vorsabæ II á skráð 380 afkvæmi í Worldfeng upprunaættbók íslenska hestsins og er með aðaleinkunnina 8,54 sem kynbótahestur. Á Facebook er Hreyfill með um 1.300 fylgjendur og er hann sagður gefa „afar þjál og samstarfsfús hross sem fara fallega í reið.“ Hreyfill hefur getið af sér fjölmörg verðlaunahross. „Hreyfill gefur hross í rúmu meðallagi að stærð, þau eru fremur fríð á höfuð með beina neflínu. Hálsinn er reistur og hvelfdur við háar herðar en mætti vera fínlegri, yfirlínan í baki og lend er fremur góð og lendin öflug. Afkvæmin eru sívalvaxin og hlutfallarétt, fótahæð er í meðallagi. Fætur eru traustir með öflugar sinar, hófar eru efnisgóðir og prúðleiki er ágætur,“ segir um afkvæmi Hreyfils í Worldfeng. „Hreyfill gefur klárhross með tölti; þau eru takthrein, mjúk, hágeng og ferðgóð á tölti, brokkið er skref- og hreyfingagott en mætti stundum vera meira fjaðrandi. Greiða stökkið er teygjugott og hátt og hæga stökkið er takthreint og jafnvægisgott. Fetið er mjúkt og takthreint og hefur ágæta skreflengd,“ segir einnig um þau. Hér að neðan má sjá myndband af Hreyfli:
Hestar Tímamót Framsóknarflokkurinn Ástin og lífið Dýr Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira