Lífið

Aron Kristinn og Lára búin að eiga

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lífið leikur við Aron Kristinn og Láru Portal.
Lífið leikur við Aron Kristinn og Láru Portal. Instagram

Aron Kristinn Jónsson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur.

„Hún er mætt og hún er fullkomin! 🐝“ skrifar Aron við skemmtilega myndasyrpu á Instagram.

„Litla sumardaman okkar kom í heiminn 26. júní - við erum svo sannarlega í skýjunum,“ segir Aron.

Aron Kristinn gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Clubdub frá 2018 þangað til hann hætti í hljómsveitinni í júní.

Hann hefur undanfarið verið að gefa út tónlist undir eigin nafni og söng meðal annars á lagi með Birni. Þá er hann einn af eigendum fatafyrirtækisins Takktakk. Lára Portal Starfar hjá KPMG sem sérfræðingur í sjálfbærni. Þau byrjuðu saman þegar þau voru bæði við nám í Verzlunarskóla Íslands árið 2014.


Tengdar fréttir

Aron Kristinn og Lára keyptu nýstárlega miðbæjarperlu

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal hafa fest kaup á glæsilegri íbúð við Vesturgötu í Reykjavík. Um er að ræða mikið endurnýjaða 103,3 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1956. Kaupverðið nam 96,1 milljón króna.

Aron segist hættur í ClubDub

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni.

Tíu ár af ást: „Sennilega ekki auðvelt með mér“

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.