Leggðu þig - þá líður þetta hjá Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun