Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 13:36 Tíu manns hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til Wuhan-veirunnar en enginn reyndist smitaður. vísir/hanna Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira