Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 13:36 Tíu manns hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til Wuhan-veirunnar en enginn reyndist smitaður. vísir/hanna Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira