Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 11:34 Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að fimm ný tilfelli af Wuhan-veiru smiti hafi komið upp í Frakklandi, þar á meðal í einu barni. getty/Aurelien Meunier Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.
Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01