Menningarveturinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:15 Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun