Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Þórir Garðarsson skrifar 17. ágúst 2020 12:00 Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun