Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 19:34 Það verður að ýmsu að huga fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands eftir að nýju reglurnar taka gildi. Vísir/Vilhelm Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira