Foreldri borgar 150 þúsund krónum minna fyrir frístund í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:26 Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Vísir/Vilhelm Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54