Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 16:30 Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. reykjavíkurborg Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu. Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira