Geðrof er ekki lögbrot Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:00 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur. Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira