Geðrof er ekki lögbrot Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:00 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur. Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira