„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 13:15 Sonur Sigríðar og Karls lést fimm dögum eftir fæðingu vegna alvarlegra mistaka starfsfólks Landspítalans. vísir/vilhelm Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01
Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02