Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 23:30 Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, hér í forgrunni. AP/Kathy Willens Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30