Dreng bjargað af læknum eftir að fiskur stakk hann í gegnum hálsinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 08:06 Einn læknanna sem bjargaði Idul sýnir blaðamönnum mynd af fiskinum. Wahidin Sudirohusodo sjúkrahúsið Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur. Dýr Indónesía Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur.
Dýr Indónesía Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira