Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 10:03 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum. Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum.
Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44