Innlent

Ók í krapa og er óökufær

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Færðin hefur verið slæm á Suðurnesjum síðustu daga.
Færðin hefur verið slæm á Suðurnesjum síðustu daga. lögreglustjórinn á suðurnesjum

Ökumaður missti bifreið sína út af Reykjanesbraut í gær. Þar hefur örlað á hálkublettum að undanförnu, sem tónar við viðvörun Vegagerðarinnar í morgun um hálku í öllum landshlutum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er þess getið að ökumaðurinn hafi ekið bíl sínum í snjókrapa á Reykjanesbraut, skammt frá Kúagerði. Það hafi orðið til þess að hann missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði um 20 metra utan vegar.

Bíllinn er sagður óökufær eftir útafaksturinn en ökumaður virðist hafa sloppið nokkuð vel. Þrátt fyrir að hafa fundið til einhverra eymsla er hann sagður hafa sjálfur getað leitað á Heilbrigðisstofnun Suðurunesja, þar sem hann fékk aðhlynningu meina sinna.

Þangað þurfti jafnframt að flytja tvo ökumenn sem lentu í árekstri á Garðvegi í Suðurnesjabæ. Lögreglan segir að kalla hafi þurft út dráttarbifreið til að flytja bíla þeirra af vettvangi.

Þá er unglingur sagður hafa ekið bifreið aftan á aðra á Hringbraut í Reykjanesbæ í morgun. Þar sem ökumaðurinn var ekki orðinn átján ára segist lögreglan hafa leyst málið með aðkomu forráðamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×