Handbolti

Hafa spilað leik á Íslandi á fjórum mismunandi áratugum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hanna, Kristín, Ásdís og Martha.
Hanna, Kristín, Ásdís og Martha. samsett mynd/vilhelm/daníel/egill bjarni friðjónsson

Þegar Olís-deild kvenna í handbolta hófst á ný í gær eftir jólafrí náðu fjórir leikmenn þeim merka áfanga að spila leik á fjórða mismunandi áratugnum.

Þetta eru þær Hanna G. Stefánsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Martha Hermannsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir.

Hanna hefur verið að síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún lék lengi með Haukum en skipti svo yfir í Stjörnuna.

Hún skoraði átta mörk þegar Stjarnan tapaði fyrir Fram, 25-32, í gær.

Kristín var ekki á meðal markaskorara þegar HK vann öruggan sigur á Aftureldingu, 33-23. Kristín er spilandi aðstoðarþjálfari HK. Hún lék áður með Víkingi, Val og Stjörnunni.

Jafnöldurnar Ásdís Sigurðardóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu eitt mark hvor þegar KA/Þór tapaði fyrir Val, 32-16.

Auk þess að leika fyrir norðan hefur Ásdís einnig leikið með FH og Stjörnunni og Martha var um tíma í herbúðum Hauka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×