„Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Hann hefur verið duglegur að senda kveðjur á forráðamenn Manchester United og hélt því áfram í nýjasta viðtali sínu.
Raiola ræddi umbjóðanda sinn, Paul Pogba, í samtali við ítalskt dagblað og þar skafaði hann ekkert af hlutunum.
„Vandamál Pogba er Manchester United. Þetta er félag sem er ekki í neinni snertingu við raunveruleikann og er ekki með neitt verkefni í gangi,“ sagði Raiola.
'Paul Pogba's problem is Manchester United... they would ruin Maradona, Pele and Maldini'
— MailOnline Sport (@MailSport) December 31, 2019
Mino Raiola SLAMS Old Trafford hierarchy as he says Ed Woodward and Co run a club 'living out of reality' in astonishing blasthttps://t.co/tOZfGQgImD
„Ég myndi ekki fara með neinn leikmenn þangað. Þeir myndu eyðileggja Maradona, Pele og Maldini. Paul þarf lið og félag eins og Juventus var.“
Pogba var ekki í leikmannahópi United í síðasta leik og hann verður heldur ekki með United er liðið heimsækir Arsenal heim í kvöld.
Hann hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu og fróðlegt verður að sjá hvað gerist í janúar.