Prófa sig áfram með íblöndun vetnis í gas Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 16:22 Jarðgas er notað til að hita upp hús og til eldunar víðast á Bretlandi. Hægt væri að draga verulega úr losun koltvísýrings með því að blanda vetni út í gasið. Vísir/EPA Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass. Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass.
Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira