Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 23:45 Trump hefur varað Írani við því að ráðast á Bandaríkin á nokkurn hátt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45