Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:02 Harvey Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York. vísir/epa Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37