Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 11:15 Vel fór um þá Erdogan og Pútín þegar þeir hittust áður en þeir voru viðstaddir vígsluathöfn fyrir nýjar gasleiðslur. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag. Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag.
Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent