Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 11:15 Vel fór um þá Erdogan og Pútín þegar þeir hittust áður en þeir voru viðstaddir vígsluathöfn fyrir nýjar gasleiðslur. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag. Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag.
Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03