Stjarnan fær mann sem að hafnaði Barcelona til að spila fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 19:30 Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen eru komnir í Stjörnuna þar sem Patrekur Jóhannesson er þjálfari. samsett mynd/@stjarnan handbolti Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45
Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30