Grípa til forvarna til að koma í veg fyrir að veiran berist inn á Landspítalann Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júlí 2020 21:49 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira