Grípa til forvarna til að koma í veg fyrir að veiran berist inn á Landspítalann Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júlí 2020 21:49 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira