Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 10:43 Samfélagsmiðlarisarnir Youtube, Facebook og Twitter hafa enn ekki tjáð sig um aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda. Vísir/EPA Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. Samfélagsmiðlar sem hafa fleiri en milljón tyrkneska notendur þurfa að opna skrifstofur í Tyrklandi og fjarlægja efni ef stjórnvöld fara þess á leit. Geri fyrirtækin það ekki eiga þau yfir höfði sér sektir auk þess sem yfirvöld gætu hægt svo á gagnaflutningum að miðlarnir væru svo gott sem ónothæfir. Recep Erdogan forseti hefur lýst samfélagsmiðlum sem ósiðlegum og vill að þeir lúti ströngum reglum. AKP, stjórnarflokkur hans, og samstarfsflokkurinn MHP, lögðu málið fram á þingi og samþykktu í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Andstæðingar laganna segja þau eiga eftir að leiða til aukinnar ritskoðunar stjórnvalda sem hafa í gegnum tíðina gripið til þess ráðs að hægja á gagnaflutningum á netinu til að koma í veg fyrir að landsmenn noti samfélagsmiðla, til dæmis eftir hryðjuverkaárásir. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja lagasetninguna líklega kræfustu árás tyrkneskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið til þessa. Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. Samfélagsmiðlar sem hafa fleiri en milljón tyrkneska notendur þurfa að opna skrifstofur í Tyrklandi og fjarlægja efni ef stjórnvöld fara þess á leit. Geri fyrirtækin það ekki eiga þau yfir höfði sér sektir auk þess sem yfirvöld gætu hægt svo á gagnaflutningum að miðlarnir væru svo gott sem ónothæfir. Recep Erdogan forseti hefur lýst samfélagsmiðlum sem ósiðlegum og vill að þeir lúti ströngum reglum. AKP, stjórnarflokkur hans, og samstarfsflokkurinn MHP, lögðu málið fram á þingi og samþykktu í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Andstæðingar laganna segja þau eiga eftir að leiða til aukinnar ritskoðunar stjórnvalda sem hafa í gegnum tíðina gripið til þess ráðs að hægja á gagnaflutningum á netinu til að koma í veg fyrir að landsmenn noti samfélagsmiðla, til dæmis eftir hryðjuverkaárásir. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja lagasetninguna líklega kræfustu árás tyrkneskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið til þessa.
Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22