Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 19:00 Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir. Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir.
Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04