Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 19:00 Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir. Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir.
Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04