Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 11:08 Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem vanda um við Gunter eru íslenskir þingmenn. En þeim sárnar þessi notkun á íslenska fánanum. visir/vilhelm Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“ Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira