Fjarlægðu tíst vegna höfundaréttar Linkin Park Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 14:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AP Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundaréttarkröfu. Í myndbandinu mátti heyra lag með hljómsveitinni Linkin Park og var það umboðsfyrirtækið Machine Shop Entertainment. Umboðsfyrirtækið er í eigu hljómsveitarinnar að því er fram kemur í frétt Reuters um málið og því líklegt að hljómsveitin sjálf hafi tilkynnt notkun lagsins. Skjáskot/Twitter Í yfirlýsingu frá Twitter segir fyrirtækið að það bregðist við tilkynningum um brot á höfundarrétti ef kvörtun berst frá rétthafa. Hvíta húsið svaraði ekki fyrirspurnum Reuters um málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samfélagsmiðillinn þarf að fjarlægja eða setja fyrirvara við færslur frá Trump eða starfsfólki hans. Í maí síðastliðnum hótaði forsetinn meira að segja að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá eftir að Twitter setti fyrirvara við tíst hans um meint kosningasvik. Sakaði Trump samfélagsmiðla um að þagga niður í íhaldsfólki og það væri ekki í fyrsta sinn. Sagði hann fyrirtækin hafa hagað sér með sambærilegum hætti árið 2016 en það hafi ekki tekist í það skiptið. „Við munum setja strangar reglur eða loka þeim áður en við leyfum þessu að gerast,“ sagði Trump um meinta aðför samfélagsmiðla gegn íhaldsfólki. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Twitter Donald Trump Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. 10. júlí 2020 19:59 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundaréttarkröfu. Í myndbandinu mátti heyra lag með hljómsveitinni Linkin Park og var það umboðsfyrirtækið Machine Shop Entertainment. Umboðsfyrirtækið er í eigu hljómsveitarinnar að því er fram kemur í frétt Reuters um málið og því líklegt að hljómsveitin sjálf hafi tilkynnt notkun lagsins. Skjáskot/Twitter Í yfirlýsingu frá Twitter segir fyrirtækið að það bregðist við tilkynningum um brot á höfundarrétti ef kvörtun berst frá rétthafa. Hvíta húsið svaraði ekki fyrirspurnum Reuters um málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samfélagsmiðillinn þarf að fjarlægja eða setja fyrirvara við færslur frá Trump eða starfsfólki hans. Í maí síðastliðnum hótaði forsetinn meira að segja að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá eftir að Twitter setti fyrirvara við tíst hans um meint kosningasvik. Sakaði Trump samfélagsmiðla um að þagga niður í íhaldsfólki og það væri ekki í fyrsta sinn. Sagði hann fyrirtækin hafa hagað sér með sambærilegum hætti árið 2016 en það hafi ekki tekist í það skiptið. „Við munum setja strangar reglur eða loka þeim áður en við leyfum þessu að gerast,“ sagði Trump um meinta aðför samfélagsmiðla gegn íhaldsfólki.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Twitter Donald Trump Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. 10. júlí 2020 19:59 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31
Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50
Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. 10. júlí 2020 19:59